24 September 2010 12:00

Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 22. október að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli almannahagsmuna. Maðurinn hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana þann 15. ágúst sl. en málið telst í meginatriðum vera upplýst. Lögð var fram krafa um fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald og á hana var fallist í héraðsdómi. Maðurinn unir niðurstöðunni.