16 Febrúar 2021 10:35

Þrír voru handteknir í viðamiklum aðgerðum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær í tengslum við rannsókn hennar á manndrápi í austurborginni um síðustu helgi. Framkvæmdar voru húsleitir í umdæminu og utan þess, en við aðgerðirnar naut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar bæði sérsveitar ríkislögreglustjóra og annarra lögregluembætta.

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.