20 Ágúst 2005 12:00

Kl. 09:28 laugardaginn 20. ágúst var lögreglunni tilkynnt um að maður hefði verið stunginn í íbúð húss við Hverfisgötu.

Í ljós kom að í kjallaraíbúðinni hafði tvítugur gestkomandi maður verið stunginn með hnífi í hjartastað. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Lagt var hald á hníf, sem talið er að hafi verið beitt umrætt sinn.

Þrír karlar og ein kona voru handtekin á staðnum og vistuð í fangageymslum, grunuð um að vera völd að dauða mannsins. Þau virtust í annarlegu ástandi. Síðar var einn karl til viðbótar handtekinn í þágu rannsóknar þessa máls.

Síðdegis lagði lögreglan í Reykjavík fram kröfu í Héraðsdómi Reykjavíkur um 10 daga gæsluvarðhald yfir einum karlanna, sem var gestkomandi í íbúðinni og handtekinn hafði verið á vettvangi. Hann er 23 ára að aldri. Héraðsdómur féllst á kröfu lögreglunnar.

Önnur, sem handtekin voru, verða yfirheyrð nánar um tildrög málsins.

Rannsóknin heldur áfram.

F.h. lögreglunnarÓmar Smári Ármannssonstaðgengill yfirlögregluþjóns843 1201