17 Júní 2023 16:15
Tveir karlar eru í haldi Lögreglunnar höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á andláti karlmanns á fimmtugsaldri í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði í nótt. Tilkynning um málið barst lögreglu á sjötta tímanum og hélt hún þegar á vettvang, en hinn látni var meðvitundarlaus utandyra þegar að var komið. Reynt var að endurlífga manninn en það bar ekki árangur. Í kjölfarið voru tveir karlar handteknir í tengslum við málið, annar í húsi við vettvanginn og hinn þar nærri.
Rannsókn málsins er á frumstigi og ekki er hægt veita frekar upplýsingar að svo stöddu.
Lögreglan mun senda frá sér frekari upplýsingar um málið eftir því sem rannsókn þess vindur fram.