11 Mars 2015 11:28

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur enn að því að bera kennsl á konu í kringum sextugt, sem fannst látin í sjónum við Sæbraut í Reykjavík í gærmorgun. Konan er um 165 sm á hæð, u.þ.b. 80 kg og með ljóst, stutt hár. Hún var með gyllt armband á úlnlið (vinstri) og á hægra fæti (rist) er áberandi ör. Þeir sem kunna að geta gefið upplýsingar um konuna eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000.