1 Ágúst 2021 16:59

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var, ásamt sjúkraliði, kölluð að húsi í austurborginni um tvöleytið í nótt vegna manns sem sagður var í annarlegu ástandi. Lögregla flutti manninn á Landspítalann en rétt áður en þangað kom missti hann meðvitund og fór í hjartastopp. Endurlífgunartilraunir hófust í kjölfarið en báru ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn skömmu eftir komuna á spítalann. Maðurinn var á fertugsaldri. 

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerði embætti héraðssaksóknara viðvart um málið í samræmi við lög. Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um málið.