9 Febrúar 2009 12:00
Bráðabirgðaniðurstaða krufningar hefur ekki varpað ljósi á dánarorsök konu á fertugsaldri, sem fannst látin í Kapelluhrauni, sunnan Hafnarfjarðar, á fimmtudag. Áfram er unnið að rannsókn málsins, sem er viðamikil. Aðilar sem tengdust hinni látnu og sambýlismanni hennar hafa verið kallaðir til. Einnig hefur verið rætt við þá sem þekkja til í Kapelluhrauni en lík hinnar látnu fannst í húsi þar sem dúfur eru hafðar. Upplýsinga um frekari framgang rannsóknarinnar er ekki að vænta fyrr en í lok vikunnar.
Eins og áður hefur komið fram var sambýlismaður hinnar látnu úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. febrúar. Enginn annar hefur verið handtekinn í tengslum við málið.