30 Apríl 2011 12:00

Kona um tvítugt fannst látin í íbúð í fjölbýlishúsi í Reykjavík um hádegisbil í dag. Þegar lögreglan kom á vettvang voru þar fyrir fjórir aðrir aðilar og voru þeir allir handteknir í þágu rannsóknarinnar. Rannsókn málsins er á frumstigi og dánarorsök liggur ekki fyrir en vitneskja er um að fíkniefna var neytt í íbúðinni.