6 Febrúar 2009 12:00

Kona á fertugsaldri fannst látin í Kapelluhrauni, sunnan Hafnarfjarðar, síðdegis í gær. Á líkinu voru minniháttar áverkar en dánarorsök er óljós. Karl á fertugsaldri var handtekinn í nótt í tengslum við rannsókn málsins og verður hann yfirheyrður í dag. Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.