3 Apríl 2021 20:00

Karlmaður um þrítugt lést á Landspítalanum í dag, en þangað var maðurinn fluttur í gærmorgun eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás í Kórahverfinu í Kópavogi. Tilkynning um málið barst lögreglu kl. 8.51 að morgni föstudagsins langa, en málsatvik voru í fyrstu mjög óljós. Þrír hafa í dag verið handteknir vegna málsins, en rannsóknin er á frumstigi og því er ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

Ákvörðun um hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir þremenningunum liggur ekki fyrir.

Málið er rannsakað sem manndráp.