26 Október 2006 12:00

Óvenju margir þjófar voru á kreiki í borginni í gær en þeir voru á ýmsum aldri. Vitað er að sælgæti freistar barna og unglinga og tvö slík mál komu til kasta lögreglunnar í Reykjavík í gær. Þótt litlu hafi verið stolið eru slík mál alltaf alvarleg og mikilvægt að gera krökkunum strax grein fyrir því.

Þjófar sækjast líka eftir tölvum en einni slíkri var stolið frá heilbrigðisstofnun um miðjan dag. Um svipað leyti hurfu tveir símar annars staðar í borginni og í vesturbænum var bensínþjófur á ferðinni. Í gærmorgun hrufu peningar úr læstri hirslu í fyrirtæki og eftir hádegi var hjóli stolið í austurbænum.

Eftir hádegi var jakki tekinn úr verslun í miðbænum og skammt frá stal kona peningaveski í fyrirtæki. Konan fannst skömmu síðar og var hún handtekin og færð á lögreglustöð. Þá var veski stolið úr bifreið í austurbænum.