22 Febrúar 2012 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann 120 grömm af marijúana við húsleit í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi í fyrradag en hluti þess var í söluumbúðum. Á sama stað var ennfremur lagt hald á 10 e-töflur. Húsráðandi, karl á þrítugsaldri, var yfirheyrður í þágu rannsóknarinnar en þess má geta að rýmið hafði verið innréttað sem íbúðarhúsnæði.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.