30 Nóvember 2010 12:00

Karl á fertugsaldri var handtekinn í miðborginni á sunnudagskvöld en sá braut gegn lögreglusamþykktinni með því að kasta af sér þvagi á almannafæri. Raunar var það lögreglubíll sem maðurinn pissaði á og því má segja að hann hafi verið gripinn glóðvolgur við þessu iðju sína. Maðurinn reyndi að forðast handtöku og ætlaði að taka til fótanna en það er hægara sagt en gert að hlaupa með buxurnar á hælunum.