20 Ágúst 2022 14:53
Veðrið leikur nú við gesti á Menningarnótt enda sólin búin að brjótast fram. Hátíðin hefur farið vel af stað, en i morgun var Reykjavíkurmaraþon á dagskrá og heppnaðist það vel. Meðfylgjandi er mynd af vinum okkur í Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sem hlupu 10 km og söfnuðu áheitum fyrir góðan málstað. Vel gert hjá þeim og öllum öðrum sem tóku þátt. Á annarri mynd má sjá lögreglumenn líta á aðstæður á Arnarhóli, en þar verða haldnir stórtónleikar í kvöld.