20 Ágúst 2023 01:22
Þá er Menningarnótt lokið þetta árið og fór hún mjög vel fram að langmestu leyti. Flestir fóru til síns heima eftir flugeldasýninguna og gekk vel að stýra umferðinni úr miðborginni. Lögreglan verður þó áfram á vaktinni í alla nótt enda viðbúið að næturlífið verði fjörugt því enn eru margir í miðborginni þegar þetta er ritað. Við vonum samt að fólk verði áfram til friðs og að nóttin verði áfallalaus.
Hér á lögregluvefnum og fésbókarsíðunni okkar hefur aðeins verið fylgst með gangi mála á Menningarnótt, eins og þið hafið eflaust tekið eftir, en nú er mál að linni á þessum vettvangi og því bjóðum við ykkur góða nótt.