24 Ágúst 2019 16:30

Lögreglan minnir vegfarendur á að virða þær lokanir sem hafa verið settar upp á Menningarnótt og fara eftir leiðbeiningum þeirra sem eru við umferðarlokanir. Enn og aftur er fólk hvatt til að nýta sér strætó og hinir, sem ætla að nota einkabílinn, til að leggja löglega.

Lögreglan vill enn fremur brýna það sérstaklega fyrir foreldrum að skilja börn sín ekki eftir í miðbænum þegar dagskránni lýkur með flugeldasýningu í kvöld. Lögreglan mun taka hart á drykkju unglinga og vonast eftir góðri liðveislu foreldra í því. Lögreglan færir börn yngri en 16 ára í athvarf fyrir ungmenni séu þau úti eftir lögboðinn útivistartíma samkvæmt barnaverndarlögum svo og þau ungmenni yngri en 18 ára, sem eru undir áhrifum áfengis og/eða annarra vímugjafa.

Góða skemmtun – njótum saman sem fjölskylda og verum góðar fyrirmyndir. Hlökkum til að eiga frábært kvöld saman.