20 Ágúst 2022 17:05

Ekkert stórvægilegt hefur komið upp á vakt lögreglunnar á Menningarnótt það sem af er degi enda gestir hennar verið til fyrirmyndar. Gleðin ræður ríkjum eins og sjá má á myndinni frá Ingólfstorgi þar sem dansinn dunaði. Á hinni eru svo tveir lögreglumenn að fylgjast með mannlífinu á Lækjartorgi og þar voru sömuleiðis allir í mjög góðum gír. Fulltrúar okkar þar fóru um á reiðhjólum, líkt og sést á höfuðbúnaði þeirra, en slíkir fararskjótar eru einkar hentugir til notkunar á dögum sem þessum og auðvitað flesta aðra daga líka.