21 Ágúst 2015 14:39

Að gefnu tilefni eru hrossa- og gæludýraeigendur beðnir um að huga að dýrum sínum vegna flugeldasýningar menningarnætur sem hefst kl. 23 annað kvöld. Sérstaklega eru eigendur hesta beðnir um að gera ráðstafanir vegna hesta í haga.