18 Febrúar 2011 12:00
Eins og fram hefur komið fylgist lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sérstaklega með stefnuljósanotkun ökumanna þennan mánuðinn. Ekki virðist vanþörf á því margir fara að ósekju mjög sparlega með stefnuljós en fjörutíu ökumenn voru stöðvaðir í umferðinni í gær vegna þessa, þ.e. gáfu ekki stefnuljós þegar við átti. Til glöggvunar er minnt á 31. gr. umferðarlaga þar sem fjallað er um merki og merkjagjöf og segir m.a. orðrétt; (stefnuljós) skal gefa tímanlega og á greinilegan og ótvíræðan hátt, áður en stefnu ökutækis er breytt, snögglega dregið úr hraða þess eða það er stöðvað. Merkjagjöf skal hættt, þegar hún á ekki lengur við.