8 Febrúar 2020 14:00

Við biðjum ökumenn og aðra vegfarendur um að fara varlega og sýna þátttakendum í Norðurljósahlaupi Orkusölunnar, sem fram fer á miðborgarsvæðinu í kvöld, tillitssemi. Hlaupið, sem er í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur, bæði hefst og endar við Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsinu í Tryggvagötu. Hlaupaleiðin er um 5 km löng, en óhjákvæmilega verður örlítil truflun á umferð þegar hlauparar fara hjá. Götur verða þó lokaðar í stuttan tíma og umferð hleypt í gegn þegar mögulegt er. Norðurljósahlaupið hefst kl. 19, en truflun á umferð á hlaupaleiðinni getur staðið yfir í klukkustund eða svo.