27 Apríl 2010 12:00

Töluvert er um stöðubrot í Reykjavík en um helgina hafði lögreglan afskipti af rúmlega fjörutíu ökutækjum vegna þessa. Einkum var um að ræða bifreiðar í miðborginni og Hlíðunum. Með stöðubroti er átt við ökutæki sem er lagt ólöglega, m.a á gangstéttum. Umráðamönnum þessara ökutækja er gert að greiða 2500 kr. en gjaldið rennur í Bílastæðasjóð.