18 Desember 2003 12:00
Lögreglan í Reykjavík telur ástæðu til að vekja athygli á því að mjög mikið hefur verið um umferðaróhöpp og eignatjón í desember. Alls hafa verið tilkynnt til lögreglu 282 umferðarhöpp fyrstu 18 daga mánaðarins en tjónin voru 265 á sama tíma árið 2002. Undanfarna daga hefur mikið verið um óhöpp í umferðinni, aðstæður hafa verið ágætar á höfuðborgarsvæðinu hálkulaust að mestu en nokkuð dimmt yfir.
Lögreglan mun reyna að greiða fyrir umferð á næstu dögum eins og kostur er en ökumenn eru beðnir að taka tillit til hvers annars og aðstæðna og haga akstri sínum í samræmi við aðstæður.
Það eru því vinsamleg tilmæli frá lögreglunni að ökumenn fari varlega og haldi einbeitingu sinni í jólaumferðinni.