7 Mars 2019 12:59

Sú upplifun margra að það sé sífellt erfiðara að komast leiðar sinnar á höfuðborgarsvæðinu kemur ekki á óvart enda hefur umferðin í umdæminu aukist mikið undanfarin ár. Í síðasta mánuði jókst t.d. umferðin á höfuðborgarsvæðinu um 7% miðað við febrúar árið 2018. Það er reyndar óvenju mikið, en frá árinu 2005 hefur umferðin í febrúar aukist að jafnaði um 2,8% með hverju árinu. Þróunin er því skýr hvað þetta varðar og lítið annað fyrir ökumenn að gera en að sýna þolinmæði í umferðinni, nú eða breyta ferðavenjum sínum ef þeir hafa tök á. Um þetta og margt fleira athyglisvert má lesa í nýrri frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar, en tölurnar taka mið af þremur lykilmælisniðum hennar, þ.e. á Vesturlandsvegi (ofan Ártúnsbrekku), Reykjanesbraut og Hafnarfjarðarvegi.

http://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/mikil-aukning-i-umferd-a-hofudborgarsvaedinu-i-februar