29 Febrúar 2024 14:37

Ragnari Jónssyni, lögreglufulltrúa í tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur hlotnast sá mikli heiður að taka sæti sem forstöðumaður í framkvæmdastjórn Evrópudeildar Alþjóðasamtaka blóðferlasérfræðinga, IABPA (International Association of Bloodstain Pattern Analysts). Að vera boðin slík staða telst vera mikil viðurkenning, ekki bara fyrir Ragnar heldur íslensku lögregluna. Eftir því sem best er vitað er Ragnar sá fyrsti frá Norðurlöndunum til að sjá um formennsku fyrir hönd Evrópu í 40 ára sögu samtakanna, en þess má geta að hann situr líka í stjórn norrænna blóðferlafræðinga.