18 Apríl 2006 12:00
Það er ekki ofsögum sagt að mikill hraði ökutækja hafi einkennt umferð í Reykjavík síðastliðna helgi, frá morgni miðvikudagsins 12. apríl, fram til morguns þriðjudagsins 18. apríl voru 390 ökumenn kærðir vegna hraðakstursbrota, af þeim voru 166 kærðir fyrir hraðakstur innan borgarmarka, það sem vekur athygli er að 129 ökumenn voru á yfir 100 km/klst hraða. Í flestum tilvikum var um að ræða akstur á stofnbrautum borgarinnar. Sá sem hraðast ók, var stöðvaður á 144 km/klst hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 60 km/klst. Í Hvalfjarðargöngum var hraðakstursmyndavél í gangi og þar fóru um 13061 ökutæki, 224 ökumenn óku of hratt í göngunum og mega búast við sektum. Lögreglumenn lýsa yfir áhyggjum sínum vegna þessa mikils hraða sem einkennt hefur umferð í Reykjavík síðustu vikurnar.
Lögreglan var ekki eingöngu með ratsjárnar í gangi því að 100 ökutæki voru ýmist boðuð í skoðun eða skráningarnúmer klippt af þeim vegna vanrækslu á aðalskoðun, en hún er lögboðin og ber eigendum ökutækja að fara með bifreiðar sínar í skoðun. 25 ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um að hafa neitt áfengis við akstur.
Það má hrósa ökumönnum fyrir það að vel flestir sem haft var afskipti af vegna umferðarmála voru með öryggisbelti spennt, einungis 14 ökumenn höfðu sleppt því að spenna öryggisbeltið.
Þann 15. apríl áttu þeir eigendur ökutækja sem nota nagladekk undir bifreiðar sína að vera búnir að skipta yfir á óneglda hjólbarða, lögreglan hvetur eindregið þá sem eiga eftir að skipta að gera það hið snarasta svo komast megi hjá óþægindum og jafnvel sektum.
Það er ekki ofsögum sagt að mikill hraði ökutækja hafi einkennt umferð í Reykjavík síðastliðna helgi, frá morgni miðvikudagsins 12. apríl, fram til morguns þriðjudagsins 18. apríl voru 390 ökumenn kærðir vegna hraðakstursbrota, af þeim voru 166 kærðir fyrir hraðakstur innan borgarmarka, það sem vekur athygli er að 129 ökumenn voru á yfir 100 km/klst hraða. Í flestum tilvikum var um að ræða akstur á stofnbrautum borgarinnar. Sá sem hraðast ók, var stöðvaður á 144 km/klst hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 60 km/klst. Í Hvalfjarðargöngum var hraðakstursmyndavél í gangi og þar fóru um 13061 ökutæki, 224 ökumenn óku of hratt í göngunum og mega búast við sektum. Lögreglumenn lýsa yfir áhyggjum sínum vegna þessa mikils hraða sem einkennt hefur umferð í Reykjavík síðustu vikurnar.
Lögreglan var ekki eingöngu með ratsjárnar í gangi því að 100 ökutæki voru ýmist boðuð í skoðun eða skráningarnúmer klippt af þeim vegna vanrækslu á aðalskoðun, en hún er lögboðin og ber eigendum ökutækja að fara með bifreiðar sínar í skoðun. 25 ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um að hafa neitt áfengis við akstur.
Það má hrósa ökumönnum fyrir það að vel flestir sem haft var afskipti af vegna umferðarmála voru með öryggisbelti spennt, einungis 14 ökumenn höfðu sleppt því að spenna öryggisbeltið.
Þann 15. apríl áttu þeir eigendur ökutækja sem nota nagladekk undir bifreiðar sína að vera búnir að skipta yfir á óneglda hjólbarða, lögreglan hvetur eindregið þá sem eiga eftir að skipta að gera það hið snarasta svo komast megi hjá óþægindum og jafnvel sektum.