30 Apríl 2020 18:37

Ýmsar myndlíkingar hafa verið notaðar um faraldurinn sem hefur gengið yfir heimsbyggðina og sóttvarnalæknirinn okkar hefur t.d. líkt honum við mikla og stóra brekku. Við erum víst búin að fara upp brekkuna en erum ennþá á niðurleið og höfum ekki alveg náð niður á jafnsléttu. Þessi orð er ágætt að hafa í huga, ekki síst þar sem 4. maí er framundan en þá verður töluverð aflétting á þeim takmörkunum sem sett hafa verið. Munum að almennar sýkingavarnir eru eitt besta ráðið í baráttunni við Covid-19 og þeim þurfum við að halda áfram.