14 Febrúar 2020 16:37

Mjög lítið rennsli er nú í Skógá og þar með Skógarfossi.   Kunnugir hafa bent á að það geti stafað af krapastíflu í ánni sem síðan ryðji sig og við þær aðstæður geti komið flóð fram ána.   Ekki hafa fundist heimildir um mögulega stærð slíks flóðs og að líkindum skiptir þar miklu máli hvar slík stífla er staðsett.  Til öryggis hefur ferðamönnum verið vísað fjær fossinum og eru lögreglumenn og björgunarsveitarmenn nú þar á svæðinu við þá vinnu.  Vatnamælingasviðið veðurstofu hefur verið gert viðvart um málið.   Veðurfarslegar aðstæður eru þannig að ekki er unnt að skoða ofar í ána að sinni en það verður gert um leið og viðrar til þess.

Á meðfylgjandi  mynd má sjá rennslið í morgun en eitthvað hefur aukist í síðan þá.