8 Desember 2008 12:00

Sjö voru handteknir þegar mótmælendur fóru inn í Alþingishúsið í dag. Talið er að um 30 manns hafi farið inn í húsið en lögreglan brást fljótt við og hóf að koma fólkinu út. Það gekk ágætlega fyrir sig en margir hlýddu fyrirmælum lögreglu og ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast.

Eins og fyrr segir voru sjö handteknir og eru flestir þeirra á þrítugsaldri. Um er að ræða sex karla og eina konu en þau voru færð á lögreglustöð til skýrslutöku.

Frá Alþingishúsinu.