2 Desember 2008 12:00

Nokkur hundruð manns komu saman til fundar á Arnarhóli um miðjan dag í gær. Fundurinn fór vel fram en að honum loknum fór hluti fundarmanna að Seðlabankanum þar sem eggjum var kastað og málningu slett á veggi. Nokkur hiti var í fólkinu, sem hélt til í og við bankann í nokkra stund, en þó kom ekki til alvarlegra átaka. Enginn var handtekinn vegna þessa. 

Frá útifundinum í gær.