31 Mars 2022 10:07

Móttökumiðstöð umsækjenda um alþjóðlega vernd hefur flutt frá Bæjarhrauni í Hafnarfirði og á Egilsgötu 3 í Reykjavík (Domus Medica). Móttökumiðstöðin, sem er opin alla virka daga frá kl. 8-16, er í þeim hluta hússins sem áður hýsti starfsemi barnalækna, en aðkoma er frá Snorrabraut. Á meðfylgjandi mynd má sjá starfsmenn móttökumiðstöðvarinnar, en þeir hafa í nógu að snúast þessar vikurnar enda hefur umsóknum um alþjóðlega vernd á Íslandi fjölgað mjög mikið eftir innrás Rússa í Úkraínu í síðasta mánuði, líkt og fram hefur komið.