4 Maí 2020 07:30

Á miðnætti tóku gildi breyttar reglur um takmarkanir á samkomum og nú er líka komið grænt ljós á ýmsa starfsemi sem hefur legið niðri undanfarnar vikur. Þessu fagna allir enda getur nú atvinnustarfsemi komist í eðlilegra horf, svo ekki sé nú minnst á skólahald í landinu. Munum samt að gæta áfram að almennum sýkingavörnum eins og sprittun, handþvotti og fjarlægðarmörkum, því það er lykillinn að áframhaldandi góðum árangri í baráttunni við Covid-19.