19 Maí 2020 11:21

Nú fer hver að verða síðastur að taka nagladekkin undan bílnum því frá og með morgundeginum, miðvikudaginn 20. maí, mun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu byrja að sekta þá sem enn aka á negldum hjólbörðum á höfuðborgarsvæðinu. Ökumenn eru hvattir til að skipta strax af nagladekkjum til að forða þeim frá háum sektum, sem geta numið allt að 80 þúsund krónum fyrir fólksbíl.