16 Maí 2012 12:00

Tveir nammigrísir voru handteknir í miðborginni í gær en þeir stálu sælgæti úr ónefndri verslun. Eftir að þjófarnir höfðu stungið sælgætinu inn á sig mættu þeir lögreglunni nánast við inngang verslunarinnar. Hinir síðarnefndu voru óeinkennisklæddir en þeir þekktu annan mannanna vegna fyrri afskipti og sáu jafnframt að viðkomandi var með eitthvað innan klæða. Sá hinn sami á það til að vera ansi fingralangur, eins og stundum er sagt og virðist eiga erfitt með að láta af þessari iðju. Sælgætinu var skilað óskemmdu aftur til kaupmannsins.