Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra
27 Febrúar 2020 16:44

Fjöldi starfsmanna lögreglunnar tók þátt í tveggja daga námskeiði sem Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu hélt í Reykjavík í vikunni, en þar var sjónum beint að því hvernig upplýsingar eru notaðar til ákvarðanatöku í löggæslu (intelligence-led policing). Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra leit við á námskeiðinu og flutti ávarp, en fulltrúar frá ráðuneyti hennar sátu enn fremur námskeiðið auk nokkurra erlendra gesta.

Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu