27 Maí 2004 12:00

Lögreglan í Bessastaðahreppi, Garðabæ og Hafnarfirði fékk fyrir skemmstu lofsamlega umfjöllun nefndar “um val á ríkisstofnunum til fyrirmyndar 2004”, en Sýslumannsembættið í Hafnarfirði var eitt þeirra sem til greina kom. ÁTVR var valin sem fyrirmyndarstofnun 2004.   

Segir meðal annars í bréfi formanns nefndarinnar til sýslumannsins í Hafnarfirði þar sem valið var tilkynnt, að til fyrirmyndar sé áhersla á að gera markmið og árangur lögreglu bæði skýr og sýnileg.Telji nefndin að slík framsetning sé líkleg til að stuðla að upplýstri umræðu, bæta stjórnun, efla áhuga og auka samkennd lögreglu og almennings.

Er umsögn þessi hvatning til lögreglu um að halda áfram á þeirri braut er mörkuð var í ársbyrjun árið 2003 þegar stefnumörkun og markmiðssetning hennar var fyrst kynnt.