11 Apríl 2008 12:00

Nokkur ölvun var á skóladansleik í Reykjavík í gærkvöld en á honum voru framhaldsskólanemar að gera sér glaðan dag. Hringt var í foreldra og forráðamenn tæplega tuttugu ungmenna undir 18 ára aldri og þeim gert að sækja börn sín á fyrrnefndan dansleik. Þrjár stúlkur úr þessum hópi þurfti að færa á lögreglustöð þar sem þær neituðu að segja til nafns en um síðir náðist í foreldra og forráðamenn þeirra. Sex ungmennum var meinaður aðgangur að umræddu balli vegna ölvunarástands. Að öðru leyti fór dansleikurinn þokkalega fram.