24 Október 2019 15:17

Interpol er um þessar mundir að vekja athygli á netöryggi og stendur fyrir einskonar vitundarvakningu í þeim efnum. Netglæpir eru vaxandi vandamál og almenningur þarf að vera vakandi fyrir hættunum. Þegar hefur verið fjallað um átak Interpol á þessum vettvangi og fyrr í vikunni var sömuleiðis sagt frá skýrslu Europol um netglæpi, en full ástæða er til að halda þessum málum á lofti. Meðfylgjandi eru tvær myndir frá herferð Interpol sem nú stendur yfir.