23 Febrúar 2010 12:00
Níu líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar um helgina. Sex þeirra áttu sér stað í miðborginni aðfaranætur laugardags og sunnudags en þær voru allar minniháttar. Í öllum líkamsárásarmálum helgarinnar nema einu voru bæði þolendur og gerendur karlar. Undantekningin var mál sem kom upp á skemmtistað þar sem glasi var kastað í andlit konu á þrítugsaldri en sú sem fyrir því varð þurfti að leita sér aðhlynningar með brotna framtönn. Sökudólgurinn reyndist vera kona, aðeins yngri, en hún sagði að sér þætti þetta leitt. Hún hefði alls ekki ætlað sér að kasta glasinu í þessa konu heldur hefði hún miðað á einhverja allt aðra konu!