11 Júlí 2011 12:00

Um helgina voru níu ökumenn teknir á höfuðborgarsvæðinu fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Fimm þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík, þrír í Kópavogi og einn á Seltjarnarnesi. Einn var tekinn á föstudagskvöld, tveir á laugardag, fjórir á sunnudag og tveir aðfaranótt mánudags. Þetta voru allt karlar en þeir eru á aldrinum 18-40 ára. Þess má geta að einn þeirra var með þrjú börn í bílnum þegar hann var stöðvaður við aksturinn en viðkomandi hafði þegar verið sviptur ökuleyfi.