1 Desember 2009 12:00

Níu ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Sjö voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Hafnarfirði og Garðabæ. Þetta voru átta karlar á aldrinum 16-60 ára og ein kona, 43 ára. Meirihluti þeirra, eða fimm, eru próflausir. Eðli málsins samkvæmt er sá yngsti í þeim hópi en viðkomandi tók fjölskyldubílinn ófrjálsri hendi og fór á rúntinn. Með í för voru tveir félagar hans á líkum aldri en ökuferðinni lauk þegar bíllinn hafnaði utan vegar og skemmdist nokkuð. Engan sakaði.