14 Maí 2004 12:00

Í hádeginu í dag setti Böðvar Bragason, lögreglustjóri norrænt lögreglukóramót sem haldið er í Reykjavík.  Lögreglukór Reykjavíkur sem er 70 ára hefur veg og vanda að skipulagningu kóramótsins.  Lögreglukórarnir gengu fylgtu liði frá lögreglustöðinni Hverfisgötu 113 – 115, niður Laugaveginn í Ráðhús Reykjavíkur þar sem borgarstjóri tók á móti þeim.

Á laugardag, 15. maí kl. 17:00 verða tónleikar kóranna í Ými, húsi Karlakórs Reykjavíkur.

Á sunnudag verður árleg lögreglumessa kl. 14:00 í Langholtskirkju og munu kórarnir syngja í messunni.