15 Apríl 2013 12:00

Nokkuð er um að ökumenn virði ekki 13. gr. umferðarlaga en í henni er fjallað um notkun akbrauta og segir m.a. að þar sem sérstakar reinar eru fyrir mismunandi tegundir ökutækja, skal ökumaður nota þá rein, sem ökutæki hans er ætluð. Á þessu er líka tekið í 5. gr. umferðarlaga (leiðbeiningar fyrir umferð).

Brotið sem hér er verið að vísa til, og sést daglega í umferðinni, er þegar ökumenn notfæra sér sérreinar strætisvagna til að komast leiðar sinnar. Sektarfjárhæð við slíku er kr. 5000 (eigi notuð sú rein sem ökutæki er ætluð). Lögreglan hvetur því ökumenn til að virða líka þessar greinar umferðarlaganna sem og aðrar. Ekki síst svo að þeir sjálfir komist hjá útgjöldum en mörgum ökumönnum hefur þegar verið gert að greiða áðurnefnda sekt.