4 Apríl 2012 12:00

Þótt mikilvægi bílbelta sé flestum ljóst eru enn margir sem hirða ekki um að nota þennan sjálfsagða öryggisbúnað. Gögn sýna að líkurnar á því að slasast í umferðinni eru margfalt meiri meðal þeirra sem nota ekki bílbelti. Þetta er rifjað upp hér því í gær og fyrradag stöðvaði lögreglan nokkra tugi ökumanna sem notuðu ekki bílbelti. Hinir sömu eiga 10.000 kr. sekt yfir höfði sér, sem er reyndar aukaatriði. Aðalmálið er að ökumenn spenni alltaf beltin.

Þrír þessara ökumanna voru jafnframt með barn í bílnum en í öllum tilvikum var öryggisbúnaði þeirra áfátt. Yngsta barnið var í barnabílstól sem var laus í bílnum en ökumaðurinn reyndist ennfremur sviptur ökuleyfi. Bíll hans var kyrrsettur en hinum ökumönnunum tveimur var leyft að halda för sinn áfram eftir að viðeigandi ráðstafanir höfðu verið gerðar. Barnaverndaryfirvöldum var tilkynnt um málin.