3 Febrúar 2020 16:17
Þótt daginn sé tekið að lengja er enn full ástæða til að vera með endurskinsmerki, en lögreglu berast reglulega ábendingar um að endurskinsmerki séu lítt sjáanleg. Á undanförnum árum hafa ýmsir aðilar dreift þúsundum endurskinsmerkja til almennings og því er það nokkur ráðgáta að þau séu ekki meira áberandi en raun ber vitni. Kannski væri ráð að nota kvöldið til að kíkja ofan í skúffu eða inn í skáp til að finna endurskinsmerkin á heimilinu og koma þeim síðan á fatnaðinn okkar.
Sýnum gott fordæmi og notum endurskinsmerki. Þannig stuðlum við að eigin umferðaröryggi og annarra