1 Mars 2023 12:55

Í vor opna ný undirgöng í gegnum Arnarnes í Garðabæ, en í gegnum þau verða aðskildar leiðir fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Fjölmargir hjólreiðamenn leggja leið sín yfir Arnarnes og því er um mikla samgöngubót að ræða, sem eykur jafnframt umferðaröryggi stórlega. Með tilkomu nýrra undirganga þurfa gangandi og hjólandi vegfarendur ekki lengur að fara upp bratta brekku eða að þvera umferðargötu á þessari leið. Meðfylgjandi mynd af framkvæmdasvæðinu er tekin af heimasíðu Vegagerðarinnar.