12 Júní 2020 13:35

Nýverið var skipað í fjórar stöður aðstoðaryfirlögregluþjóna hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þau sem voru skipuð eru Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á lögreglustöðinni á Vínlandsleið, Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í umferðardeild, Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í aðgerða- og skipulagsdeild, og Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn í kynferðisbrotadeild. Embættið óskar þeim innilega til hamingju með stöðuveitinguna og væntir mikils af störfum þeirra hér eftir sem hingað til. Þau eiga það öll sameiginlegt að hafa starfað lengi í lögreglunni og búa því yfir mikilli þekkingu og reynslu, sem er mikilvæg öllum góðum stjórnendum.

Elín Agnes Kristínardóttir

Guðbrandur Sigurðsson

Kristján Helgi Þráinsson

Ævar Pálmi Pálmason