Nýir mótorhjólagallar teknir í notkun.
12 Ágúst 2015 10:00

Fáir þekkja mikilvægi þess að vera vel klæddur jafn vel og Umferðardeildin okkar. Vegna þessa hefur Umferðardeildin nú fengið nýja mótorhjólagalla en þeir verða teknir í notkun í dag. Gallarnir eru keyptir í samvinnu við dönsku lögregluna, en þar hafa þessir gallar verið notaðir með góðum árangri. Gallarnir eru sérhannaðir mótorhjólagallar og fylla ítrustu öryggiskröfur en ekki síst veita mótorhjólalöggunum okkar mikla vernd fyrir veðri og vindum, en eins og flestir vita eru þessi hópur úti að vinna nánast allan ársins hring.

Margir áhugamenn um vélhjól munu eflaust velta því fyrir sér hvort að gömlu leðurgöllunum verði hreinlega hent, en svo er ekki. Þeir verða enn í notkun enda eru enn sumir sem kjósa frekar slíkan fatnað þegar farið er um á mótorhjóli, sérstaklega þegar veður er gott.

Nýir mótorhjólagallar teknir í notkun.

Nýir mótorhjólagallar teknir í notkun.