9 Mars 2018 16:16

Theodór Kristjánsson aðstoðaryfirlögregluþjónn er nýr yfirmaður kynferðisbrotadeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Theodór, sem lauk námi frá Lögregluskóla ríkisins árið 1992, var lögreglumaður í Hafnarfirði og Reykjavík, rannsóknarlögreglumaður í ávana- og fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík frá 1996 og lögreglufulltrúi við embætti ríkislögreglustjóra frá 1999. Hann var skipaður aðstoðaryfirlögregluþjónn við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu 2007 og hefur verið yfirmaður stoðdeilda embættisins síðan, þ.e. tæknideildar og tölvurannsókna- og rafeindadeildar.