8 Janúar 2023 19:22

Vegurinn um Mosfellsheiði er lokaður vegna fastra bíla. Vegna þessa hefur verið lokað fyrir umferð austur Þingvallaveg, frá Gljúfrasteini í Mosfellsdal. Unnið er að því að koma fólki til aðstoðar sem situr fast á Mosfellsheiði. Lögreglan mun jafnframt loka fyrir umferð inn á Þingvallaveg frá Vesturlandsvegi, nema fyrir þá sem eiga erindi í Mosfellsdal, þ.e. íbúar.

Öðrum vegfarendum verður snúið frá á meðan þetta ástand varir.