24 Ágúst 2005 12:00

Lögreglustjóraembættið í Reykjavík boðar blaðamenn til fundar fimmtudaginn 25. ágúst nk.  kl. 14:00 í fundarsal á 1. hæð lögreglustöðvarinnar að Hverfisgötu 113.  Kynntar verða niðurstöður nýrrar rannsóknar á dreifingu ofbeldisbrota á svæði 101 Reykjavík, miðborgin, á árunum 2000 og 2004.  Mjög athyglisverðar niðurstöður koma fram í skýrslunni. Rannsóknina  vann Bogi Ragnarsson, félagsfræðingur fyrir embættið.  Eftir fundinn verður skýrslan sett á heimasíðu embættisins.

                                                                          Ingimundur Einarson, varalögreglustjóri